Um okkur

═ meira en ■rjßtÝu ßr h÷fum vi­, H÷r­ur og Salome, reki­ fer­a■jˇnustu Ý Efri-VÝk. Auk ßnŠgjunnar vi­ a­ ■jˇna gestum okkar, hefur hvert ßr fŠrt okkur

Um okkur

Í meira en þrjátíu ár höfum við, Hörður og Salome, rekið ferðaþjónustu í Efri-Vík. Auk ánægjunnar við að þjóna gestum okkar, hefur hvert ár fært okkur aukna reynslu og þekkingu til að byggja á.
Við byrjuðum smátt með gistingu í íbúðarhúsinu árið 1973 en höfum smám saman aukið gistirými og afþreyingu.

 

Árið 2000 komu Eva Björk dóttir okkar ásamt Þorsteini tengdasyni til liðs við okkur og þá byrjuðum við fljótlega að byggja hótelið okkar, hótel Laka sem er núna orðið 64 herbergi með baðherbergi, glæsilegur matsalur og bar.

Auk þekkingar sem við höfum aflað okkur af langri reynslu höfum við öll sótt ótal námskeið á vegum Ferðaþjónustu bænda og Háskóla Íslands.

Hefðbundinn búskap erum við hætt með, en aðgang að undrum sveitarinnar höfum við engu að síður fyrir þá gesti sem vilja kynnast þeim.

Við erum:
Hörður Davíðsson ferðaþjónustubóndi,  útskrifaður  frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1965
Salome Ragnarsdóttir ferðaþjónustubóndi, útskrifuð frá Húsmæðraskólanum á Laugum 1965
Eva Björk Harðardóttir ferðaþjónustubóndi og kennari, útskrifuð frá Kennaraháskóla Íslands1992
Þorsteinn M Kristinsson ferðaþjónustubóndi, kennari og lögreglumaður, útskrifaður frá Kennaraháskóla Íslands 1992