SvŠ­i­

Frß okkur er ÷rstutt a­ m÷rgum ■ekktustu nßtt˙ruperlum landsins eins og ■jˇ­gar­inum Ý Skaftafelli, J÷kulsßrlˇni, Ingˇlfsh÷f­a og Laka. En vi­ t˙nfˇtinn

SvŠ­i­

Frá okkur er örstutt að mörgum þekktustu náttúruperlum landsins eins og þjóðgarðinum í Skaftafelli, Jökulsárlóni, Ingólfshöfða og Laka.
En við túnfótinn eru einnig margar náttúruperlur sem eru ekki síður merkilegar. Má þar nefna Landbrotshólana, sem mynduðust fyrir sjö þúsund árum, Tröllshyl, sem er forn farvegur Skaftár, og Fjarðárgljúfur, sem liggur við slóðina inn að Laka.

Álfabyggðunum sem eru við bæjardyrnar má heldur ekki gleyma en þar hafa glöggir menn séð margar huliðsvættir.

  
Í skjóli jökla fara veðurguðirnir mildum höndum um gesti og gangandi og bjóða alla velkomna allan ársins hring – rétt eins og húsráðendur.